FANDOM

2,000,057 Pages

The Icelandic title of this song is "Sorg". The English translation is "Sorrow".

Icelandic lyricsEdit

Risin upp af jörðu, reikul eru spor,
röddin brostin, andinn sár og lamað er mitt þor.
Geng ég upp að Vörðu, gái yfir brún,
garður hruninn, bæjarrúst og sviðin öll mín tún.

Óðinn!
Heimdallur!
Himnahallir!
Baldur!
Forseti!
Æsir allir!

Aumkið ykkur yfir mig, blásið mér í brjóst
baráttu- og hefndarmóð, núna er mér ljóst,

Að það er verk sem út af stendur, ég verð að sinna því,
valinn þekkja fallnir, svartan himin kólguský.
Stillið mínar hendur, styrkið þreyttan fót,
styðjið við mig, bræður, sækið axir, sverð og spjót.

Nár við fætur liggur, nídd er sérhver taug,
núna söfnum líkunum og leggjum þau í haug.
Hugurinn er styggur, hefndarþorstinn sár,
heiðin geymir friðþægingu upp við Jökulsár.

Upprisinn á ögurstund,
örlög skapa hetjulund.
Loksins núna léttast spor,
lyftist brún og eflist þor.

Birginn þannig býður þeim
bitvargi úr Heljarheim.
Heldur hann í veika von,
vígamaður Óðinsson.

Rís hann upp og sjá - Ég er afli gæddur!
Ríður burtu Gná - Þessi ógnarkraftur!
Berserkur upp rís - Ég er Baldur fæddur!
Bliknar heilladís - Ég kem aldrei aftur!

Ríðum móti hættum, ríðum yfir heiði.
Ríðum móti vættum, leggjum bú í eyði.
Upp er risinn Baldur Óðinsson!
Hefnum fyrir vígin, hættur okkur lokka.
Heiman fetum stíginn, seint mun klárinn brokka.
Upp er risinn Baldur Óðinsson

English TranslationEdit

Risen from the ground, walking shakily,
his voice cracked, the spirit hurt and my courage crippled.
I walk up to the cairn, look over the edge
the wall is crumbled, my town in ruins; all my fields burned.

Oden!
Heimdall!
The Halls of the Heavens!
Baldur!
Forseti!
All of the Æsir!

Pour your pity over me, give me inspiration
of battle and a mind of vengeance, now it is clear to me

the work that needs doing, that is mine to do,
the field is littered with dead, the black sky covered with heavy clouds.
Calm my hands, strengthen a weary leg,
support me brothers, fetch axes, swords and spears.

A corpse lying at my feet, every part of it violated,
now we gather the bodies and put them in a grave mound.
The mind is strong, the thirst for revenge is dire,
atonement is kept on the moors by Jökulsár.

Risen up on a defining moment,
destiny makes a hero.
At last my strides grow lighter,
my mood lightens and my courage is empowered.

He defies them thus,
a fiend from Helheim.
He holds on to a glimmer of hope,
the warrior Óðinsson.

He rises up and behold! - I am clad with might!
Gná rides away - This fearsome power!
A berserker rises - I am Baldur born!
Pales the lady of fortune - I shall never return!

Ride towards danger, ride over the heath.
Ride against the supernatural, lay waste to every cottage.
Risen up is Baldur Óðinsson!
Avenge the fallen, we are seduced by danger.
Trail the path from home, we won't go on a trot.
Risen up is Baldur Óðinsson!